Fyrirvari
Almennur fyrirvari vegna upplýsinga
Upplýsingar á þessari vefsíðu eru veittar í almennu upplýsingaskyni. Þær kunna að innihalda villur og geta breyst eða verið uppfærðar án fyrirvara. Efnið er ekki tæmandi og nær ekki til allra þátta sem tengjast sameiningu Lífsverk lífeyrissjóðs og Almenna lífeyrissjóðsins.
Efni vefsíðunnar byggir á samantektum sem unnar eru eftir bestu vitund á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir á hverjum tíma. Hvorki lífeyrissjóðirnir né starfsmenn þeirra bera ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem teknar eru á grundvelli upplýsinganna sem birtar eru á vefsíðunni.
Notendur bera sjálfir ábyrgð á því hvernig þeir nýta upplýsingarnar og eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn lífeyrissjóðanna áður en ákvarðanir eru teknar.
Umbreyting ellilífeyris í séreign - Reiknivél
Reiknivélin byggir á tillögum um samþykktarbreytingar vegna sameiningar Lífsverk lífeyrissjóðs og Almenna lífeyrissjóðsins og samrunasamningi dags. 24. september 2025.
Sjóðfélagar Lífsverks lífeyrissjóðs hafa heimild til að umbreyta 15% af áunnum ellilífeyrisréttindum í séreign hjá Almenna – Lífsverk lífeyrissjóði á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2026. Umbreyting miðast við stöðu áunninna ellilífeyrisréttinda frá Lífsverki, að teknu tilliti til aðlögunar skv. gr. 3.7 í samrunasamningi.
Sérstök athygli er því vakin á því að staða áunninna réttinda sjóðfélaga Lífsverk kann að lækka frá áramótastöðu og til þess dags sem aðlögun réttinda hefur átt sér stað á milli lífeyrissjóðanna skv. gr. 3.7 í samrunasamningi lífeyrissjóðanna. Þetta getur leitt til þess að inneign sem verður flutt yfir í séreign verði lægri en reiknuð inneign miðað við innslegnar forsendur. Jafnframt ber að hafa í huga að umbreyting ellilífeyrisréttinda í séreign má ekki verða til þess að rýra stöðu samtryggingardeildar og því þarf að taka tillit til áfallinnar stöðu hennar við útreikning fjárhæðar. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsmönnum lífeyrissjóðanna.
Hafðu samband
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við: