Inngangur

Stjórnir Lífsverk og Almenna lífeyrissjóðsins hafa undirritað samrunasamning og leggja til að sjóðirnir verði sameinaðir. Sameiningin er háð samþykki sjóðfélagafunda og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytis á breytingum á samþykktum beggja sjóða.

Verði tillögur samþykktar mun sameinaður lífeyrissjóður hefja starfsemi 1. janúar 2026

Hann yrði fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir 667 milljarða króna miðað við síðustu áramót.

Markmið sameiningar er að skapa sterkari grunn fyrir góð lífeyrisréttindi og stærri sjóð sem er betur í stakk búinn til að mæta auknum ytri kröfum og veita betri þjónustu. Markmiðið er einnig að ná fram rekstrarlegri hagkvæmni sem geti stuðlað að lægri kostnaði og hærri ávöxtun fyrir sjóðfélaga.

Tillögur um sameiningu verða kynntar sérstaklega á sjóðfélagafundum í október.

Lífsverk heldur aukaaðalfund þann 20. október þar sem tillögur um sameiningu verða kynntar og lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum er lúta að slitum sjóðsins. Sjá nánar hér

Almenni heldur sérstakan kynningarfund fyrir sjóðfélaga fimmtudaginn 30. október.

Tillögur um sameiningu og breytingar á samþykktum verða lagðar formlega fyrir aukaaðalfund Lífsverk og sjóðfélagafund Almenna þann 11. nóvember. Sjóðfélagar kjósa um tillögurnar í rafrænum kosningum dagana 11. til 13. nóvember.

Fylgiskjöl:

Nánari upplýsingar um fundi:

Sjá fundi og atkvæðagreiðslu

Samrunaferlið

Sameining um áramót

Lagt er til að sjóðirnir sameinist á grundvelli eigna og skuldbindinga þann 31. desember 2025.

Ársreikningar Lífsverk og Almenna fyrir árið 2025 verða gerðir með hefðbundnum hætti og samrunaefnahagsreikningur sameinaðs sjóðs miðast við 1. janúar 2026.

Iðgjaldaskipting og ávöxtunarleiðir

Frá og með 1. janúar 2026 ávinnast ný réttindi í sameinuðum sjóði. Sjálfgefin skipting iðgjalds verður þannig að 8,5% renna í samtryggingu og 7% í séreign.

Þá verða sjö ávöxtunarleiðir í boði fyrir séreignarsparnað.

Skrifstofa

Skrifstofa sameinaðs sjóðs verður á Dalvegi 30, 2. hæð, 201 Kópavogi

Þar er góð aðstaða til að taka á móti sjóðfélögum í ráðgjöf eða á fræðslufundi.

Helstu dagsetningar í sameiningarferlinu

20. október 2025

Aukaaðalfundur Lífsverk. Kynning á sameiningu og tillaga um breytingar á samþykktum.

30. október 2025

Kynningarfundur Almenna.

4. nóvember 2025

Kynningarfundur Lífsverk.

11.-13. nóvember 2025

Tillögur um sameiningu og breytingar á samþykktum kynntar og lagðar fram til atkvæðagreiðslu.

Sjóðfélagar kjósa um tillögur í rafrænni kosningu.

Niðurstöður kosninga kynntar síðdegis 13. nóvember.

31. desember 2025

Áramót. Eldri sjóðir gerðir upp.

1. janúar 2026

Sameinaður sjóður hefur störf.

15. apríl 2026

Aðalfundur/Ársfundur

Lokaaðalfundur Lífsverk.

Ársfundur Almenna-Lífsverk.

Ákvörðunarfundir

11.-13. nóvember 2025

Aukaaðalfundur Lífsverk

Dagsetning:

11. nóvember 2025 kl. 17:00

Streymi:

Já, á lifsverk.is

Rafræn atkvæðagreiðsla

Hefst: 11. nóvember kl. 18:00
Lýkur: 13. nóvember kl. 16:00
Atkvæðagreiðslu lokið

Framhaldsfundur

13. nóvember 2025 kl. 17:00

Já, á lífsverk.is

Sjóðfélagafundur Almenna

Dagsetning:

11. nóvember 2025 kl. 17:15

Streymi:

Já, á almenni.is

Rafræn atkvæðagreiðsla

Hefst:11. nóvember kl. 18:00
Lýkur:13. nóvember kl. 16:00
Atkvæðagreiðslu lokið

Framhaldsfundur

13. nóvember 2025 kl. 17:15

Já, á almenni.is

Af hverju sameining?

Markmið sameiningar er að skapa sterkari grunn fyrir góð lífeyrisréttindi

Góð samsvörun

Sjóðirnir passa vel saman þar sem báðir eru blandaðir sjóðir þar sem lágmarksiðgjald greiðist bæði í samtryggingar- og séreignarsjóð.

Sjóðfélagar í báðum sjóðum eru með hátt menntunarstig.

Skilvirkni

Sameiningin skapar aukna skilvirkni og lægri rekstrarkostnað með betri nýtingu fjármuna, þar sem margir kostnaðarliðir helmingast.

Með stærri hópi sjóðfélaga og fjölbreyttara eignasafni næst meiri áhættudreifing sem stuðlar að stöðugri ávöxtun.

Vísbendingar eru um að stærri sjóðir hafi skilað traustari ávöxtun til lengri tíma en smærri sjóðir. 

Styrkur

Stærri og sterkari sjóður verður betur í stakk búinn til að mæta auknum ytri kröfum sem löggjafi og regluverk hafa sett á síðustu árum.

Þar má nefna auknar kröfur tengdar persónuvernd, peningaþvætti, sjálfbærni og upplýsingatækni.

Sameinaður sjóður styrkir einnig þjónustu og upplýsingagjöf til sjóðfélaga.

Ábati fyrir sjóðfélaga Lífsverk

Meiri séreign

Með sameiningunni eykst vægi séreignar sem skapar meiri sveigjanleika, þó á móti lækki ávinnsla lífeyrisréttinda.

Sjóðfélagar Lífsverks fá val um að umbreyta allt að 15% af áunnum ellilífeyrisréttindum í séreign.

Sjá nánar hér

Aukið val um ávöxtun séreignar

Fleiri ávöxtunarleiðir verða í boði fyrir séreignarsparnað eða samtals sjö.

Sjá nánar hér

Betri sjóðfélagavefur

Nýr sjóðfélagavefur býður upp á meiri upplýsingar, reiknivélar, vali á ávöxtunarleiðum og stýringu á útgreiðslu séreignar.

Sjá nánar hér

Tvöföld lífeyrisgreiðsla

Í sameinuðum lífeyrissjóði verður lífeyrir greiddur út fyrir fram.

Þeir sjóðfélagar í Lífverki sem eru á eftirágreiddum lífeyri fá tvöfalda lífeyrisgreiðslu við sameininguna en í staðinn fellur niður greiðsla eftir andlát.

Sameinaður sjóður: Almenni - Lífsverk

Hagstæð lífeyrisréttindi

Sameinaður sjóður stefnir að því að bjóða hagstæð lífeyrisréttindi sem byggja á samspili samtryggingar og séreignar.

Lágmarksiðgjald skiptist þannig:

8,5% af launum greiðist í samtryggingarsjóð

7% af launum greiðist í séreignarsjóð

Iðgjald í samtryggingarsjóð tryggir ellilífeyri til æviloka og áfallalífeyri til sjóðfélaga og fjölskyldu (örorku-, maka- og barnalífeyri) við örorku eða fráfall.

Iðgjald í séreignarsjóð eykur sveigjanleika við töku eftirlauna og erfist við fráfall sjóðfélaga.

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

Sameinaður sjóður vill bjóða sjóðfélögum val um fjölbreyttar ávöxtunarleiðir með mismunandi fjárfestingarstefnu og eignaflokka fyrir séreignarsparnað.

Markmiðið er að sjóðfélagar geti nýtt sér stærð sjóðsins og fengið aðgang að fagfjárfestakjörum.

Úrvalsþjónusta

Sameinaður sjóður leggur áherslu á úrvalsþjónustu og ráðgjöf fyrir sjóðfélaga. Kjarninn í þjónustustefnu sjóðsins er að veita góðar upplýsingar til sjóðfélaga.

Sjóðfélagar hafa aðgang á Mínum síðum að ítarlegum upplýsingum um réttindi og inneign þar sem þeir geta fylgst með sparnaði og tekið upplýstar ákvarðanir um ávöxtunarleið.

Stjórn, lýðræði og kosningaréttur

Í sameinuðum sjóði munu eingöngu sjóðfélagar sitja í stjórn og verða þeir kosnir í rafrænni kosningu meðal sjóðfélaga. Til framtíðar er stefnt að því að stjórn verði skipuð sjö sjóðfélögum. Við sameiningu renna hins vegar núverandi stjórnir saman og verða stjórnarmenn því alls 11 fyrstu fjóra mánuðina. Að þeim tíma loknum fækkar í níu og að tveimur árum liðnum eða frá vormánuðum 2027 verður stjórn skipuð sjö sjóðfélögum.

Atkvæðisréttur í sameinuðum sjóði mun ráðast af inneign í séreignarsjóði og hlutfallslegri inneign í samtryggingarsjóði. Þetta fyrirkomulag felur í sér breytingu frá reglum Lífsverk, þar sem hver sjóðfélagi hafði eitt atkvæði óháð inneign. Lagt er til að sameinaður sjóður miði við atkvæðavægi eftir inneign þar sem það endurspeglar betur fjármuni og hagsmuni í húfi.

Réttindi í samtryggingarsjóði

Eldri (áunnin) réttindi

Við samrunann færast áunnin réttindi sjóðfélaga í sameinaðan samtryggingarsjóð miðað við 1. janúar 2026. Sjóðfélagar halda því öllum áunnum réttindum en ný réttindi ávinnast samkvæmt samþykktum sameinaðs sjóðs frá og með 1. janúar 2026.

Mikilvægt fyrir sjóðfélaga Lífsverk:

Sjóðfélagar Lífsverk hafa val til 30. júní 2026 að umbreyta 15% af áunnum ellilífeyrisréttindum sem flytjast í sameinaðan sjóð í inneign í séreignarsjóði. Sjá nánar hér

Áður en samtryggingarsjóðir Almenna og Lífsverk sameinast verður tryggingafræðileg staða þeirra jöfnuð miðað við sömu tryggingafræðilegu forsendur og mat á eignum. Staða sjóðanna er svipuð en jöfnun getur haft óveruleg áhrif á áunnin réttindi í öðrum hvorum sjóðnum. Farið verður ítarlega yfir tryggingafræðilega stöðu og fyrirkomulag jöfnunar á sjóðfélagafundum sjóðanna.

Framtíðarréttindi

Með greiðslu í sameinaðan sjóð ávinna sjóðfélagar sér rétt á ellilífeyri til æviloka og áfallalífeyri (örorku-, maka- og barnalífeyrir). Iðgjald greitt í séreignarsjóð myndar inneign sem er laus til úttektar við 60 ára aldur og erfist við fráfall sjóðfélaga.

Ellilífeyrir er greiddur frá 60-80 ára aldri til æviloka. Áfallalífeyrir (örorku-, maka- og barnalífeyrir) er greiddur við örorku eða fráfall sjóðfélaga.

Engin breyting verður á ávinnslu réttinda í samtryggingarsjóði fyrir sjóðfélaga Almenna en framtíðarréttindi breytast hjá sjóðfélögum Lífsverk.

Breytingar fyrir sjóðfélaga Lífsverk

Makalífeyrir lækkar.

Fullur makalífeyrir í sameinuðum sjóði er 50% af örorkulífeyri og er greiddur í 2,5 ár. Í Lífsverki var makalífeyrir 60% af örorkulífeyri og greiddur í 5 ár.

Í staðinn hækkar iðgjald í séreignarsjóði sem erfist við fráfall sjóðfélaga.

Barnalífeyrir breytist.

Barnalífeyrir verður greiddur úr samtryggingarsjóði til barna sem sjóðfélagi, sem er óvinnufær eða látinn, hefur haft á framfæri. Greiðslur ná til 20 ára aldurs barns sjóðfélaga.

Barnalífeyrir er föst fjárhæð á mánuði sem er verðtryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs. Í október 2025 nemur fjárhæðin 50.800 kr. á mánuði. Ef barn látins sjóðfélaga á hvorki foreldri né kjörforeldri á lífi er greiddur tvöfaldur barnalífeyrir.

Í Lífsverki hefur barnalífeyrir verið greiddur til 19 ára aldurs barns. Þar hefur fjárhæð barnalífeyris numið 15% af áunnum lífeyrisrétti, en þó aldrei lægri en föst fjárhæð. Í október 2025 nam hún 28.800 kr. fyrir börn látinna sjóðfélaga og 20.800 kr. fyrir börn örorkulífeyrisþega.

Umbreytingartímabil: 1. janúar – 30. júní 2026

Umbreyting ellilífeyris í séreign

Tímabundin heimild til umbreytingar

Sjóðfélagar Lífsverks lífeyrissjóðs hafa tímabundna heimild til að umbreyta 15% af áunnum ellilífeyrisréttindum sem flytjast í sameinaðan sjóð í inneign í séreignarsjóði hjá Almenna – Lífsverk lífeyrissjóði. Tímabil heimildar nær frá 1. janúar 2026 til 30. júní 2026 og miðast við stöðu áunninna ellilífeyrisréttinda í sameinuðum sjóði 1. janúar 2026.

Heimildin nær ekki til þeirra sem hafa byrjað töku lífeyris. Stjórn Lífsverks hefur gefið vilyrði fyrir því að leggja fram breytingatillögu á aðalfundi sjóðsins vorið 2026 um að útvíkka heimildina til lífeyrisþega, ef frekari skoðun leiðir í ljós að slíkt væri mögulegt.

Til að aðstoða sjóðfélaga við að taka ákvörðun hefur verið sett upp sérstök reiknivél sem sýnir inneign sem myndast í séreignarsjóði og áunnin réttindi eftir breytingu. Sjóðfélagar geta einnig slegið inn forsendur um úttektartíma séreignar og reiknað þannig fjárhæð mánaðarlegrar úttektar. Athuga ber að umbreyting ellilífeyrisréttinda í séreign má ekki verða til þess að rýra stöðu samtryggingardeildar og því þarf að taka tillit til áfallinnar stöðu hennar við útreikning fjárhæðar.

Opna reiknivél

Útreikningar byggja á stöðu áunninna lífeyrisréttinda 1. janúar 2026 og nota 3,5% árlega raunávöxtun

Séreignarsjóður og fjárfestingarleiðir

Við sameiningu munu fjárfestingarleiðir Lífsverk sameinast leiðum í séreignarsjóði sameinaðs sjóðs

Sameining fjárfestingarleiða

Lífsverk 1
Ævisafn II
Lífsverk 2
Ævisafn III
Lífsverk 3
Skuldabréfasafn

Eftir sameiningu verða alls sjö ávöxtunarleiðir í séreignarsjóði í boði fyrir sjóðfélaga sameinaðs sjóðs. Sjóðfélögum verður kynnt fyrirkomulag valkosta og þeim gefinn kostur á að velja þá ávöxtunarleið sem inneign þeirra færist í við sameininguna, í samræmi við reglur og samþykktir sameinaðs sjóðs.

Ef sjóðfélagi Lífsverk velur ekki ávöxtunarleið við sameiningu mun inneign hans í séreignarsjóði flytjast sjálfkrafa á grundvelli þess sem hér að ofan getur.

Sjóðfélögum og rétthöfum í ofangreindum ávöxtunarleiðum verður jafnframt heimilt að færa inneign, að hluta eða í heild, milli annarra ávöxtunarleiða sameinaðs sjóðs án kostnaðar allt til 1. júlí 2026.

Um ávöxtunarleiðir í sameinuðum sjóði

Sjóðfélagar geta valið á milli sjö stakra ávöxtunarleiða og Ævileiðarinnar þar sem inneign færist milli safna eftir aldri.

Aldurstengdar ávöxtunarleiðir

  • Ævisöfn I, II og III eru blönduð verðbréfasöfn með skuldabréfum, hlutabréfum og innlánum. Eignasamsetning safnanna er mismunandi og sjóðfélögum ráðlagt að greiða í söfnin eftir aldri þannig að vægi skuldabréfa aukist með aldrinum.
  • Í Ævileiðinni er inneign flutt milli ævisafnanna eftir aldri.

Aðrar ávöxtunarleiðir

Erlent verðbréfasafn

Fjárfestir um 70% í erlendum hlutabréfum og um 30% í erlendum skuldabréfum.

Innlánasafnið

Fjárfestir eingöngu í innlánum.

Ríkissafn

Fjárfestir í ríkisskuldabréfum og innlánum.

Skuldabréfasafnið

Fjárfestir í vel dreifðu innlendu skuldabréfasafni.

Sjá nánar á www.almenni.is

Mínar síður

Sjóðfélagavefur

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur á undanförnum árum lagt bæði metnað og fjármuni í þróun sjóðfélagavefs, sem býður upp á ítarlegar upplýsingar og stjórnborð þar sem sjóðfélagar geta stýrt eigin lífeyrismálum. Sá vefur verður grunnurinn að „Mínum síðum" sjóðfélaga í sameinuðum sjóði.

Ítarlegar upplýsingar

Á sjóðfélagavefnum má finna greinargóðar upplýsingar um inneign, réttindi og hreyfingar, settar fram á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þar geta sjóðfélagar fylgst með þróun réttinda sinna og inneignar og jafnframt stýrt eigin málum með einföldum og notendavænum hætti.

Gagnvirkar reiknivélar

Vefurinn býður einnig upp á gagnvirkar reiknivélar sem gera sjóðfélögum kleift að setja inn sínar eigin forsendur og móta persónulega áætlun um eftirlaun. Þannig er hægt að sjá áhrif mismunandi launaþróunar, iðgjaldahlutfalla, ávöxtunar, aldurs við töku lífeyris og úttektartíma á væntanleg eftirlaun.

Val um ávöxtunarleið

Sjóðfélagar geta með auðveldum hætti breytt ávöxtunarleið séreignarsparnaðar, bæði fyrir framtíðariðgjöld eða breytt eignasamsetningu núverandi inneignar.

Umsóknir

Notendur sjóðfélagavefsins geta gert samning um viðbótarlífeyrissparnað rafrænt. Einnig er hægt að sækja um úttekt og lífeyri rafrænt og fylgjast með stöðu umsóknarinnar.

Útborgun séreignar

Fyrir þá sem eru komnir með útgreiðslur er í boði sérhannað stjórnborð þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir greiðslur, stýra útgreiðslum séreignar og nálgast allar helstu upplýsingar á einum stað.

Lánavefur

Sameinaður sjóður býður aðgang að sérstökum lánavef til að einfalda aðgengi sjóðfélaga að upplýsingum um sjóðfélagalán og aðgerðum sem tengjast þeim. Á lánavefnum er m.a. hægt að sækja um lán, hlaða inn öllum gögnum sem viðkemur lánum og fylgjast með afgreiðslu þeirra. Auk þess er hægt að greiða aukalega inn á lán á vefnum.

Athugið: Allt ferlið er öruggt og aðgengilegt með rafrænni auðkenningu.

Spurt og svarað

Hér má finna svör við algengum spurningum um sameiningu Lífsverk og Almenna

Með sameiningu lífeyrissjóðanna er stefnt að því að mynda sterkari grunn fyrir góð lífeyrisréttindi og stærri sjóð sem verður betur í stakk búinn að mæta auknum kröfum.

Markmiðið er einnig að ná fram hagræðingu í rekstri sem getur stuðlað að lægri kostnaði og hærri ávöxtun til sjóðfélaga.

Í sameinuðum sjóði munu eingöngu sjóðfélagar sitja í stjórn og verða þeir kosnir í rafrænni kosningu meðal sjóðfélaga.

Til framtíðar er stefnt að því að stjórn verði skipuð sjö sjóðfélögum
Við sameiningu renna núverandi stjórnir saman og verða stjórnarmenn því alls 11 fyrstu fjóra mánuðina

Sameinaður sjóður leggur áherslu á úrvalsþjónustu og ráðgjöf fyrir sjóðfélaga. Kjarninn í þjónustustefnu sjóðsins er að veita góðar upplýsingar til sjóðfélaga.

Val um fjölbreyttar ávöxtunarleiðir með mismunandi fjárfestingarstefnu og eignaflokka fyrir séreignarsparnað
Aðgang að fagfjárfestakjörum með því að nýta sér stærð sjóðsins

Sameiningin hefur engin áhrif á sjóðfélaga sem eru nú þegar með lán.

Sömu skilmálar og kjör haldast en lánin verða innheimt af nýjum sameinuðum sjóði
Nýjar lánareglur byggjast að miklu leyti á lánareglum sjóðanna tveggja
Nýju lánareglurnar gilda aðeins um ný lán veitt frá þeim tíma

Við samrunann færast áunnin réttindi sjóðfélaga í sameinaðan samtryggingasjóð miðað við 1. janúar 2026.

Sjóðfélagar halda öllum áunnum réttindum
Ný réttindi ávinnast samkvæmt samþykktum sameinaðs sjóðs frá og með 1. janúar 2026
Sjóðfélagar Lífsverks hafa val til 30. júní 2026 að umbreyta 15% af áunnum ellilífeyrisréttindum sem flytjast í sameinaðan sjóð í inneign í séreignarsjóði

Sameinaður sjóður stefnir að því að bjóða hagstæð lífeyrisréttindi sem byggja á samspili samtryggingar og séreignar.

Lágmarksiðgjald skiptist þannig:

8,5% af launum greiðist í samtryggingarsjóð
7% af launum greiðist í séreignarsjóð

Iðgjald í samtryggingarsjóð tryggir ellilífeyri til æviloka og áfallalífeyri til sjóðfélaga og fjölskyldu (örorku-, maka- og barnalífeyri) við örorku eða fráfall.

Iðgjald í séreignarsjóð eykur sveigjanleika við töku eftirlauna og erfist við fráfall sjóðfélaga.

Áður en samtryggingarsjóðir Almenna og Lífsverk sameinast verður tryggingafræðileg staða þeirra jöfnuð miðað við sömu tryggingafræðilegu forsendur og mat á eignum.

Staða sjóðanna er svipuð
Jöfnun getur haft óveruleg áhrif á áunnin réttindi í öðrum hvorum sjóðnum
Farið verður ítarlega yfir tryggingafræðilega stöðu og fyrirkomulag jöfnunar á sjóðfélagafundum sjóðanna

Í heimkynnum Almenna lífeyrissjóðsins:

Dalvegi 30, 2. hæð
201 Kópavogi

Áunnin réttindi í báðum sjóðum haldast óbreytt en taka tillit til tryggingafræðilegrar stöðu á hverjum tíma (geta lækkað ef staðan versnar í framtíðinni eða hækkað ef staðan batnar).

Þetta þýðir til dæmis að sjóðfélagar í Lífsverki halda áunnum makalífeyrisréttindum þann 31.12.2025 sem nemur 60% af örorkulífeyri og er greiddur í 5 ár og halda einnig ævilöngum makalífeyrisrétti sem kann að hafa áunnist fyrir 2007. Barnalífeyrir til sjóðfélaga í Lífsverki verður greiddur óbreyttur þar til barnalífeyrisréttur stofnast hjá sameinuðum sjóði eða hefur fallið niður samkvæmt samþykktum Lífsverks.

Sjóðfélagar ávinna sér ný réttindi frá og með 1.1.2026 í sameinuðum samtryggingarsjóði.

Fyrir sjóðfélaga í Almenna lífeyrissjóðnum þýðir þetta engar breytingar þar sem réttindi í sameinuðum sjóði eru sambærileg og núverandi réttindi.

Framtíðarréttindi breytast hjá sjóðfélögum Lífsverks. Fullur makalífeyrir í sameinuðum sjóði er 50% af örorkulífeyri og er greiddur í 2,5 ár. Í Lífsverki var makalífeyrir 60% af örorkulífeyri og greiddur í 5 ár.

Barnalífeyrir í sameinuðum sjóði er greiddur með börnum látinna sjóðfélaga sem greitt hefur iðgjöld í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða notið elli- og örorkulífeyris við andlátið. Barnalífeyrir er föst fjárhæð á mánuði sem er verðtryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs. Í október 2025 nemur fjárhæðin 50.800 kr. á mánuði. Ef barn látins sjóðfélaga á hvorki foreldri né kjörforeldri á lífi er greiddur tvöfaldur barnalífeyrir. Í Lífsverki hefur barnalífeyrir verið greiddur til 19 ára aldurs barns. Þar hefur fjárhæð barnalífeyris numið 15% af áunnum lífeyrisrétti, en þó aldrei lægri en föst fjárhæð. Í október 2025 nam hún 28.800 kr. fyrir börn látinna sjóðfélaga og 20.800 kr. fyrir börn örorkulífeyrisþega.

Nei, lánaskilmálar á eldri lánum haldast óbreyttir.

Stjórn sameinaðs lífeyrissjóðs mun móta nýjar lánareglur fyrir ný lán. Stefna sjóðsins er að bjóða sjóðfélögum fasteignatryggð lán til langs tíma.

Já, starfsmenn hafa reiknað mögulega hagræðingu miðað við sviðsmyndir um þróun eigna og fjölda starfsmanna. Þannig hefur verið metið að á næstu 10 árum gæti mögulegur ábati numið 3,7 til 4,4 milljörðum.

Þar sem Lífsverk er minni lífeyrissjóður yrði ábatinn hlutfallslega meiri en hjá Almenna. Gangi þessar sviðsmyndir eftir er reiknaður ábati Lífsverks svipaður og rekstrarkostnaður sjóðsins í þrjú ár en hjá Almenna er ábatinn svipaður og rekstrarkostnaður í eitt ár. Rétt er að árétta að þessir útreikningar byggja á forsendum og gefa því eingöngu vísbendingu um mögulega hagræðingu.

Stefnt er að því að rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum og lífeyri lækki. Hlutfallið var 3,1% hjá Almenna og 4,1% hjá Lífsverki árið 2024. Takist að lækka hlutfallið hjá sameinuðum sjóði í 2,0% verður kostnaðarábatinn 1,1% hjá Almenna og 2,1% hjá Lífsverki.

Þar sem réttindatafla sameinaðs lífeyrissjóðs tekur mið af væntum kostnaði munu framtíðarréttindi verða hærri vegna þessa. Sú hagræðing sem felst í sameiningu sjóðanna ætti að öðru óbreyttu að skila sér í hagstæðari ávinnslu réttinda til lengri tíma. Þannig hækka réttindi mest hjá ungum sjóðfélögum sem njóta kostnaðarhagræðis í langan tíma.

Réttindataflan hækkar vegna væntinga um lægri kostnað til framtíðar. Hjá sjóðfélögum Almenna hækkar árleg réttindaávinnsla fyrir alla aldurshópa að meðaltali um 1,5%. Hjá Lífsverki er hækkunin 0,9% að meðaltali.

Réttindastuðlar Lífsverk hækka minna þar sem sameinaður sjóður reiknar með lengri meðalævilengd en forsendur Lífsverks gerðu ráð fyrir. Forsenda um lengri meðalævilengd byggir á gögnum sem sýna að háskólamenntað fólk lifir að jafnaði lengur en aðrir.